Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvíkursigur í fyrsta leik á stórum velli
Þessar stúlkur brutu blað í sögur Njarðvíkur þegar þær léku fyrsta leik kvennaliðs í Íslandsmóti á vegum félagsins á stórum velli ... og unnu auðvitað. Mynd af vef UMFN
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 25. maí 2021 kl. 11:11

Njarðvíkursigur í fyrsta leik á stórum velli

Stelpurnar í fjórða flokki Njarðvíkur léku sinn fyrsta leik í Íslandmótinu í knattspyrnu í síðustu viku, þetta var jafnframt í fyrsta sinn í sögu Njarðvíkur sem kvennalið frá félaginu leikur á á knattspyrnuvelli í fullri stærð.

Að þessu hefur félagið stefnt að undanfarin fjögur ár eða frá því að það byrjaði með kvennaknattspyrnu í yngstu flokkum hjá Njarðvík. Það var því merkur áfangi sem náðist þegar Njarðvík tók á móti Breiðabliki í Íslandsmóti 4. flokks kvenna. Þetta var hörkuleikur en auðvitað fóru Njarðvíkurstelpur með sigur af hólmi, 3:2, og þær Una Bergþóra Ólafsdóttir, Hafdís Rán Húnbogadóttir og Elísabet María Þórisdóttir skoruðu fyrstu mörkin fyrir Njarðvík í Íslandsmóti á stórum velli. Þjálfarar liðsins eru þau Þórir Rafn Hauksson og Dagmar Þráinsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024