Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkursigur gegn Haukum
Jeron Belin er mikill háloftafugl.
Miðvikudagur 26. september 2012 kl. 09:01

Njarðvíkursigur gegn Haukum

Njarðvíkingar fóru með sigur gegn Haukum í Reykjanesmótinu í körfubolta í gær 85:80. Leikurinn var jafn og harður og ætluðu Haukamenn sér allt annað en að láta vaða yfir sig.  Á tíma leit út fyrir hinsvegar að Njarðvíkingar væru komnir með sigurinn vísan en þá smelltu Haukar fjórum þristum í röð og komu sér aftur inn í leikinn.

Undir lok leiksins voru það hinsvegar Njarðvíkingar sem voru skynsamir og lönduðu sem fyrr segir 85:80 sigri.  Þrátt fyrir að barátta hafi verið mikil þá voru ansi skemmtileg tilþrif á báða bóga eins og sést á forsíðumynd þessarar fréttar sem Skúli Sigurðsson hjá Karfan.is tók. Þetta er það sem kalla veggspjald.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá Njarðvík var Jeron Belin með 24 stig og 13 fráköst og Elvar Friðrikson kom honum næstur með 19 stig

Í Haukaliðinu var Aavon Williams þeirra atkvæðamestur með 27 stig og 5 fráköst.