Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkursigrar hjá körlunum og konunum
Rodney Glaosgow átti stórgóðan leik gegn Val, var með 24 stig og gaf sjö stoðsendingar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 25. janúar 2021 kl. 10:02

Njarðvíkursigrar hjá körlunum og konunum

Í Domino's-deild karla mættust lið Njarðvíkur og Vals á Hlíðarenda í gær. Njarðvíkingar reyndust sterkari aðilinn í leiknum og uppskáru góðan sigur, 76:85.

Það var fyrst og fremst sterkur varnarleikur sem skóp sigurinn en að auki áttu þeir Antonio Hester og Rodney Glasgow báðir góðan leik, Hester með 26 stig og fimmtán fráköst og Glasgow með 24 stig og gaf sjö stoðsendingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík situr í fimmta sæti Domino's-deildar karla með þrjá sigra en hefur tapað tveimur leikjum.

Góður sigur Njarðvíkinga á Króknum

Njarðvík sótti Tindastól heim í gær í 1. deild kvenna í körfubolta. Heimamenn máttu sín lítils gegn sterkri vörn Njarðvíkurstúlkna og þegar upp var staðið var öruggur sigur Njarðvíkinga í höfn, 39:77.

Chelsea Jennings og Vilborg Jónsdóttir voru öflugar í liði Njarðvíkinga og skiluðu tuttugu stigum hvor en auk þess hirti Jennings átta fráköst.

Njarðvík er í þriðja sæti 1. deildar kvenna með eitt tap, gegn toppliði ÍR, og þrjá sigra.