Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 31. mars 1999 kl. 17:41

NJARÐVÍKURSEIGLAN ÍSFIRÐINGUM OFVIÐA

Þrátt fyrir að vera stjórnendur leiksins í Ljónagryfjunni frægu í 34 mínútur, bæði í stúkunni á og parketinu, þá urðu Ísfirðingar að láta í minni pokann 70-61 að lokum. Síbreytilegur varnarleikur og líkamlegur styrkur Ísfirðinga hélt Njarðvíkingum í skefjum lengi vel en í lokin þraut þá einbeitninga og Njarðvíkingar kláruðu leikinn með 24-4 spretti á síðustu mínútunum. Fjölmargir stuðningsmenn Ísfirðinga fylgdu liðinu suður tókst þeim því sem næst að snúa hörðum útivelli í háværan heimavöll en upp úr sauð í lokin er gerð var tilraun til að gefa njarðvíska lúðrinum á lúðurinn. Slæmt mál sem þó vonandi dregur ekki dilk á eftir sér.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024