Njarðvíkurpiltar sigra í grannslag
Njarðvík bar sigurorð af Keflavík í 11. flokki pilta á mánudagskvöld. Lokastaðan var 67-52 en þetta geysisterka Njarðvíkurlið hefur ekki tapað leik svo árum skiptir.
Njarðvíkingar voru þó ekkert líkir sjálfum sér í upphafi og leiddu Keflvíkingar, 21-28 í hálfleik. Þegar á leið seinni hálfleikinn fóru lykilmenn Njarðvíkinganna loks að finna sig, sérstaklega Hjörtur Hrafn Einarsson, sem lauk leiknum með 28 stig. Rúnar Erlingsson kom honum næstur með 24 stig, en Þröstur Leó Jóhannsson var allt í öllu hjá Keflavík og skoraði 21 stig.
Njarðvíkingar voru þó ekkert líkir sjálfum sér í upphafi og leiddu Keflvíkingar, 21-28 í hálfleik. Þegar á leið seinni hálfleikinn fóru lykilmenn Njarðvíkinganna loks að finna sig, sérstaklega Hjörtur Hrafn Einarsson, sem lauk leiknum með 28 stig. Rúnar Erlingsson kom honum næstur með 24 stig, en Þröstur Leó Jóhannsson var allt í öllu hjá Keflavík og skoraði 21 stig.