Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 25. júlí 2003 kl. 22:31

Njarðvíkurjafntefli í markasúpu

Í kvöld fóru fjórir leikir fram í 1. deild karla í knattspyrnu. Keflavík sigraði Breiðablik 3-1 og er áfram á toppnum í deildinni. Hér má skoða svipmyndir úr leiknum í kvöld!

Þór eru í öðru sæti eftir 3-1 sigur á HK í Kópavogi. Svakalegasti leikur kvöldsins var hins vegar spilaður á Dalvík en þar fékk Leiftur/Dalvík lið Njarðvíkur í heimsókn. Alls voru skoruð 12 mörk í leiknum en lokatölur leiksins urðu 6-6.

Úrslit kvöldsins
1. deild karla
HK - Þór 1-3
Keflavík - Breiðablik 3-1
Haukar - Víkingur 0-0
Leiftur/Dalvík - Njarðvík 6-6

Svipmyndir úr leik Keflavíkur og Breiðabliks eru hér!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024