Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingurinn Ólafur Helgi meiddist illa
Þriðjudagur 16. apríl 2013 kl. 07:12

Njarðvíkingurinn Ólafur Helgi meiddist illa

Líklega lengi frá keppni

Fyrirliði Njarðvíkinga í Domino's deild karla í körfubolta, Ólafur Helgi Jónsson, meiddist illa í leik með unglingaflokki gegn KR á dögunum. Meiðslin áttu sér stað þegar Ólafur keyrði að körfunni og lenti illa á fætinum. Hann fór við það úr hnélið og eru aftari krossbönd í hnénu sködduð. Ólafur hefur verið í myndatökum og skoðunum undanfarið og á næstu dögum ræðst hvert framhaldið verður hjá þessum mikla keppnismanni.

Eins og útlitið er núna er líkegt að Ólafur verði nokkuð lengi frá keppni en hann er jákvæður og ætlar sér að koma sterkari tilbaka. „Ég vil þakka fyrir þann óendanlega stuðning sem ég hef fengið frá fjölskyldu, leikmönnum, þjálfurum og fólki í kringum mig sem hefur hjálpað mér gríðarlega mikið og mun hjálpa mér áfram í gegnum þetta. Ég kem tvíefldur til baka fyrir fánann og UMFN,“ sagði Ólafur Helgi í samtali við Víkurfréttir. Áður hefur Ólafur glímt við erfið meiðsli en hann þríbraut á sér úlnliðinn fyrir tveimur árum síðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ólafur Helgi lék mjög vel með Njarðvíkingum í framgöngu þeirra eftir áramót og átti hann stóran þátt í velgengni þeirra grænu sem féllu úr leik í úrslitakeppninni gegn Snæfellingum.

Ólafur Helgi ætlar sér að koma tvíefldur tilbaka en hann er þekktur fyrir mikla vinnusemi þegar kemur að körfuboltanum.