Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingurinn Elías tekur við Þórsurum
Elías í leik með Þórsurum.
Föstudagur 6. júní 2014 kl. 09:44

Njarðvíkingurinn Elías tekur við Þórsurum

Njarðvíkingurinn Elías Kristjánsson hefur tekið að sér þjálfun 1. deildarliðs Þórs Akureyri í körfubolta karla. Elías er ungur að árum en hefur töluverða reynslu af því að spila bæði með Njarðvík og Þór, þar sem hann hefur verið síðustu þrjú árin. Á heimasíðu Þórsara segir formaður körfuknattleiksdeildar að mikil ánægja sé með ráðninguna.

„Við í stjórninni erum ánægð með að hafa náð að landa samningum við Elías varðandi þjálfarastöðuna en hann var búinn að gefa það út áður að hann ætlaði sér ekki að spila næsta vetur. Þrátt fyrir að vera ungur að árum hefur hann mikla reynslu af körfubolta og hefur spilað undir og lært af mörgum færustu þjálfurum landsins. Auk þess hefur hann staðið sig vel með yngri flokka hjá okkur.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024