Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingurinn Andri Freyr leikur með Haukum í sumar
Föstudagur 13. febrúar 2015 kl. 00:01

Njarðvíkingurinn Andri Freyr leikur með Haukum í sumar

Njarðvíkingurinn Andri Freyr Freysson mun leika með Haukum í 1. deildinn í knattspyrnu á næsta tímabili. Frá þessu er greint á fotbolti.net og staðfestir Lúkas Kostic þjálfari Hauka komu Andra Freys.

Hinn 22 ára gamli Andri Freyr hefur leikið með Haukum á æfingamótum að undanförnu en hann æfði með KR fyrr í vetur og lék æfingaleiki með liðinu.  Hann leikur ýmist sem miðju – eða kantmaður og var valinn sá efnilegasti í 2. deild árið 2011. Árið 2013 lék Andri með Keflvíkingum en skipti yfir í Njarðvík á ný um mitt það sumar.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024