Njarðvíkingur þjálfar í norska boltanum
Njarðvíkingurinn Fannar Berg Gunnólfsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá norska knattspyrnuliðinu Staal sem leikur í 3. deild í Noregi. Fannar hefur undanfarin ár starfað sem unglingaþjálfari hjá norska stórliðinu Molde við góðan orðstír.
Fannar sem er 32 ára hefur m.a. séð um leikgreiningar fyrir aðallið Molde og hefur goðsögnin Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, miklar mætur á Fannari. „Ég hlakka til að byrja að þjálfa hjá Staal eftir tvö og hálft ár hjá Molde. Leikmannahópurinn er spennandi og leikstíllinn er mér að skapi,“ sagði Fannar í samtali við staðarblaðið Strandbuen. Fótbolti.net greinir frá.
Tengdar fréttir: Þjálfar hjá besta liði Noregs