Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingum spáð sigri
Þriðjudagur 11. október 2005 kl. 17:17

Njarðvíkingum spáð sigri

Njarðvíkingum var í dag spáð sigri í Icelandic Express deildinni í körfuknattleik karla  á blaðamannafundi sem KKÍ stóð fyrir. Suðurnesjaliðunum þremur var spáð í þrjú efstu sætin.

Njarðvíkingar fengu 408 stig af 432 mögulegum í kosningunni en Keflvíkingar komu þeim næstir með 389 stig. Grindavík var spáð 3. sæti, KR 4. sæti, Skallagrím 5. sæti og Fjölni var spáð 6. sæti. ÍR-ingum var spáð 7. sæti, Þór frá Akureyri 8. sæti, Haukum var spáð 9. sæti og Snæfellingum var spáð 10. sæti. Hamri/Selfoss og Hetti frá Egilsstöðum var spáð falli úr deildinni.

VF-mynd/ Njarðvíkingar urðu Bikarmeistarar á síðustu leiktíð

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024