Íþróttir

Njarðvíkingum kaffært í Síkinu
Fimmtudagur 25. október 2018 kl. 21:25

Njarðvíkingum kaffært í Síkinu

Fengu vænan skell frá Stólunum

Njarðvíkingar fengu vænan skell á Sauðárkróki þar sem þeir töpuðu með 22 stiga mun gegn Tindastólsmönnum í Domino’s deild karla í körfubolta. Þar með lauk sigurgöngu Njarðvíkinga en þeir höfðu fengið sex stig úr fyrstu þremur umferðunum.

Lokatölur 95-73 í leik sem var nánast búinn í hálfleik. Þá var forysta Stólanna þegar orðin 24 stig. Mest fór munurinn í 35 stig og Njarðvíkingar gjörsamlega kafsigldir þrátt fyrir að hafa náð að klóra örlítið í bakkann undir það síðasta.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Mario Matasovic var stigahæstur Njarðvíkinga með 16 stig, Logi skilaði 13 og Maciek 12.

Njarðvík: Mario Matasovic 16/10 fráköst, Logi  Gunnarsson 13, Maciek Stanislav Baginski 12, Jeb Ivey 9/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 7, Jon Arnor Sverrisson 4, Kristinn Pálsson 3, Garðar Gíslason 3, Arnór Sveinsson 3, Julian Rajic 2/4 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 1, Adam Eiður Ásgeirsson 0.