Njarðvíkingum ekki tekist að stríða toppliðunum
Tap gegn KR á heimavelli
Njarðvíkingar töpuðu fyrir toppliði KR á heimavelli sínu í Domino's deild karla í körfubolta í gær. Lokatölur 74-83 í leik þar sem KR vörnin reyndist heimamönnum erfið. Leikstjórnandinn Elvar Már Friðriksson átti ekki góðan dag og sömu sögu má segja um Loga Gunnarsson. Það munar um minna þegar þessir lykilleikmenn finna sig ekki hjá Njarðvík. Tracy Smith skoraði 23 stig og tók 11 fráköst fyrir Njarðvíkinga en aðrir voru töluvert frá sínu besta.
Njarðvíkingar eru sem stendur í þriðja sæti deildarinar og hafa þeir enn ekki unnið sigur á Grindvíkingum, Keflvíkingum eða KR-ingum sem sitja ofar í töflunni.
Tölfræðin:
Njarðvík: Tracy Smith Jr. 23/11 fráköst, Elvar Már Friðriksson 12/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 12, Hjörtur Hrafn Einarsson 10/11 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 7/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6, Ágúst Orrason 2, Óli Ragnar Alexandersson 2, Brynjar Þór Guðnason 0, Egill Jónasson 0, Halldór Örn Halldórsson 0, Magnús Már Traustason 0.