Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar VÍS-bikarmeistarar í 9. flokki stúlkna
VÍS-bikarmeistarar 2023 í 9. flokki stúlkna. Mynd: JBÓ
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 16. janúar 2023 kl. 10:00

Njarðvíkingar VÍS-bikarmeistarar í 9. flokki stúlkna

Njarðvík vann Breiðablik með 37 stiga mun (70:34) í bikarúrslitum 9. flokks stúlkna í gær. Hulda María Agnarsdóttir var valin lykilleikmaður úrslitaleiksins.

Eins og úrslitin gefa til kynna höfðu Njarðvíkurstúlkur mikla yfirburði í leiknum en það var fyrst og fremst frábær liðsheild sem skóp sigurinn. Stór hópur áhangenda studdi við bakið á Njarðvíkingum í leiknum og ljóst að framtíð Njarðvíkur er björt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hulda María Agnarsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, var valin lykilleikmaður leiksins en hún skilaði 22 stigum, tíu fráköstum og tveimur stoðsendingum auk fimm stolnum boltum, fyrir frammistöðuna var hún með 25 framlagspunkta.