Njarðvíkingar virðast ekki ná sér á strik
Njarðvíkingar mættu liði Breiðabliks í Domino´s deild kvenna í körfuknattleik í kvöld en leikurinn endaði 73-55 fyrir Breiðabliki. Njarðvíkingum gekk vel í fyrri hálfleik og létu finna fyrir sér, en í staðan í hálfleik var þó 39-34 fyrir Breiðabliki. Í seinni hálfleik drógust Njarðvíkingar aftur úr, en í þriðja leikhluta skoruðu þær einungis 8 stig og lokatölur leiksins, eins og áður kom fram, 73-55.
Shalonda R. Winton hefur verið lykilmaður í liði Njarðvíkinga í deildinni í vetur en í leik kvöldsins var hún með 18 stig og 13 fráköst. Þá skoraði Hrund Skúladóttir 10 stig og Erna Freydís Traustadóttir 7.
Njarðvíkingar eru sem stendur í neðsta sæti deildarinnar og hafa ekki enn sigrað leik í Domino´s deildinni.