Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar virðast ekki ná sér á strik
Shalonda hefur verið lykilmaður liðsins í vetur.
Fimmtudagur 14. desember 2017 kl. 02:27

Njarðvíkingar virðast ekki ná sér á strik

Njarðvíkingar mættu liði Breiðabliks í Domino´s deild kvenna í körfuknattleik í kvöld en leikurinn endaði 73-55 fyrir Breiðabliki. Njarðvíkingum gekk vel í fyrri hálfleik og létu finna fyrir sér, en í staðan í hálfleik var þó 39-34 fyrir Breiðabliki. Í seinni hálfleik drógust Njarðvíkingar aftur úr, en í þriðja leikhluta skoruðu þær einungis 8 stig og lokatölur leiksins, eins og áður kom fram, 73-55.

Shalonda R. Winton hefur verið lykilmaður í liði Njarðvíkinga í deildinni í vetur en í leik kvöldsins var hún með 18 stig og 13 fráköst. Þá skoraði Hrund Skúladóttir 10 stig og Erna Freydís Traustadóttir 7.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar eru sem stendur í neðsta sæti deildarinnar og hafa ekki enn sigrað leik í Domino´s deildinni.