Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar úr leik
Fimmtudagur 28. mars 2013 kl. 20:53

Njarðvíkingar úr leik

Spennandi leikur í Hólminum

Njarðvíkingar töpuðu gegn Snæfellingum 84-82 í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla nú fyrir skömmu. Leikurinn var kaflaskiptur en heimamenn í Snæfell leiddu lengst af. Njarðvíkingar komust yfir undir lok þriðja leikhluta en náðu ekki að halda þeirri forystu. Njarðvíkingar fjölmenntu í Stykkishólm og var gríðarleg stemning á leiknum. Hetjuleg barátta Njarðvíkinga dugði þó ekki að sinni og eru þeir grænklæddu því úr leik.

Nigel Morre var atkvæðamestur Njarðvíkinga með 25 stig en Elvar Friðriksson var með 15 þrátt fyrir frekar slaka hittni. Marcus Van skilaði 10 stigum og 15 fráköstum og Ólafur Helgi Jónsson skoraði 14 stig. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Snæfell-Njarðvík 84-82 (21-15, 18-20, 17-23, 28-24)

Njarðvík: Nigel Moore 25/9 fráköst/9 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 15/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 14/4 fráköst, Marcus Van 10/15 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 7/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6, Ágúst Orrason 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 0, Brynjar Þór Guðnason 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Óli Ragnar Alexandersson 0.

Snæfell: Jay Threatt 21/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ryan Amaroso 18/16 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/6 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 16, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Hafþór Ingi Gunnarsson 2, Stefán Karel Torfason 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Óttar Sigurðsson 0, Ólafur Torfason 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0.