Njarðvíkingar úr leik
Snæfell sló Njarðvík út í undanúrslitum
Leikurinn var jafn og spennandi en Snæfellingar voru jafnan skrefinu á undan. Staðan í hálfleik var 36-44 Snæfellingum í vil en Njarðvíkingar komu ákveðnir til síðari hálfleiks og gerðu fyrstu níu stigin í síðari hálfleik og komust yfir 45-44 þegar 6.30 mín. voru eftir af þriðja leikhluta. Leikhlutanum lauk svo í stöðunni 55-57 fyrir Snæfell.
Piltarnir hans Kotila úr Hólminum tóku svo góðan sprett í upphafi fjórða leikhluta og komust í 57-65 með tveimur þriggja stiga körfum í röð. Nokkuð jafnt var á með liðunum en Snæfellingar náðu ávallt að bíta Njarðvíkinga af sér þegar þeir reyndu að komast nærri. Lokatölur
Hörður Axel Vilhjálmsson lék sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga í kvöld en hann gerði 8 stig í leiknum, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Justin Shouse var maður leiksins en hann gerði 24 stig í leiknum, tók 8 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og hitti úr 7 af 9 teigskotum sínum, 2 af 3 þriggja stiga skotum og svo hitti hann úr öllum fjórum vítum sínum í leiknum. Stigahæstur hjá Njarðvík var Brenton Birmingham með 24 stig.
VF-Mynd/ [email protected] – Sigurður Þorvaldsson reyndist Njarðvíkingum skeinuhættur á köflum. Hér fer hann fram hjá Sverri Þór Sverrissyni sem gekk í raðir Njarðvíkinga í sumar frá Keflavík.