Njarðvíkingar unnu upp tveggja marka forystu
Eftir dapran fyrri hálfleik náðu Njarðvíkingar að vinna upp tveggja marka forystu og næla sér í stig þegar þeir tóku á móti í Hetti í 2. deild í fótbolta í gær. Gestirnir frá Egilsstöðum skoruðu tvö mörk á fyrsta hálftímanum.
Það var svo á 70. Mínútu sem Stefán Birgir Jóhannesson minnkaði muninn fyrir Njarðvík sem gerðu harða hríð að marki gestana eftir markið. Jöfnunarmarkið var glæsilegt en það kom í blálokin, þegar Arnar Helgi Magnússon gerði sér lítið fyrir og skoraði úr hjólhestaspyrnu á 94. mínútu. Njarðvíkingar eru í áttunda sæti deildarinnar fjórum stigum frá fallsæti.