Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur
Arnór Svansson skoraði eftir aðeins 20 sekúndur.
Mánudagur 30. maí 2016 kl. 22:44

Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur

Eru í öðru sæti í 2. deild

Njarðvíkingar unnu öruggan 4-1 sigur á Ægi í 2. deild karla á heimavelli sínum í kvöld. Leikurinn byrjaði með látum en Arnór Svansson kom Njarðvíkingum yfir eftir aðeins 20 sekúndur. Frábær byrjun sem dugði þó skammt þar sem Ægismenn jöfnuðu aðeins þremur mínútum síðar. Staðan var 1-1 í hálfleik og ekki mikið sem benti til þess að Njarðvíkingar ættu eftir að raða inn mörkum í síðari hálfleik.

Þeir virtust þó hafa fengið hressandi ræðu frá Guðmundi Steinarssyni þjálfara því það tók þá ekki nema tvær mínútur að komast aftur yfir, en þar var á ferðinni Stefán Birgir Jóhannesson. Þegar svo tíu mínútur lifðu leiks skoraði fyrirliðinn Styrmir Gauti Fjeldsted og kom grænum í 3-1. Harrison Hanley rak svo síðasta naglann í kistu Ægis með marki á lokamínútu leiksins. Njarðvíkingar eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík-Ægir 2. deild karla 2016