Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar unnu Magna frá Grenivík
Mánudagur 18. apríl 2011 kl. 09:55

Njarðvíkingar unnu Magna frá Grenivík

Njarðvík sigraði Magna frá Grenívík 3-1 í Boganum í knattspyrnu á Akureyri í gær. Viktor Guðnason skoraði fyrsta mark leiksins eftir að markvörðurinn hafði varið skot frá Kristni Erni. Gísli Örn Gíslason skoraði annað markið og hans fyrsta fyrir Njarðvík. Viktor kom Njarðvík í 3-0 áður en Agnar Darri Sverrisson minnkaði muninn fyrir Magna stuttu fyrir leikslok.

Með sigrinum tryggði Njarðvík sér sæti í undanúrslitum B-deildar Lengjubikarsins ásamt Aftureldingu, Völsungi og Tindastóli/Hvöt. Undanúrslitaleikirnir verða leiknir fimmtudaginn 21. apríl og úrslitaleikurinn mánudaginn 25. apríl. Hvorki mótherji né leikstaður er staðfestur.

Njarðvík varð deildarbikarmeistari í B-deild árið 2003 en núna í dag heitir það Lengjubikarinn.

Mynd/umfn.is - Gísli Örn setti sitt fyrsta mark fyrir Njarðvik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024