Njarðvíkingar unnu leik
Njarðvík sigraði Víking Reykjavík á Njarðtaksvelli í gær. Nýliðinn frá Grindavík, Marko Valdimar Stefánsson skoraði á 73 mín.
Marko kom inn á 54 mínútu, fékk áminningu á 67 mín og skoraði loks mark á 73 mínútu, þetta var annar leikur Markós með Njarðvík. Hinn leikurinn var á móti Fjarðabyggð og þá náði Markó einnig að skora eitt mark í jafnteflisleik.
Staðan í deildinni er þannig að Vestmannaeyingar eru á leið í Landsbankadeildina að ári, Selfoss og Stjarnan berjast hatrammri baráttu um annað sætið og liðið sem gæti blandað sér í þann pakka eru Haukarnir.
Á botninum eru Norðanmennirnir í KS/Leiftri, í næst neðsta sæti eru Njarðvíkingar sem eru nú væntanlega að komast á gott skrið.
Staðan í deildinni:
1. ÍBV 37 stig
2 Selfoss 34 stig
3 Stjarnan 30 stig
4 Haukar 24 stig
5 KA 19 stig
6 Fjarðabyggð 19 stig
7 Víkingur R. 18 stig
8 Víkingur Ó. 18 stig
9 Þór 16 stig
10 Leiknir R. 12 stig
11 Njarðvík 11 stig
12 KS/Leiftur 9 stig
Næsti leikur Njarðvíkinga er þriðjudaginn12.ágúst kl. 19:15, við KA fyrir norðan.