Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvíkingar unnu góðan sigur á ÍR
Mánudagur 30. maí 2005 kl. 13:46

Njarðvíkingar unnu góðan sigur á ÍR

Njarðvík vann öruggan sigur á ÍR í 2. deild karla á föstudaginn, 0-4, í Mjóddinni.

Njarðvíkingar höfðu nokkra yfirburði í leiknum sem var ansi fjörugur og skemmtilegur.

Rafn Vilbergsson, sem kom til liðsins fyrir sumarið, skoraði fyrstu tvö mörk Njarðvíkinga í upphafi leiks, en Magnús Ólafsson bætti því þriðja við á 28. mín.

Þrátt fyrir harða sókn að marki Breiðhyltinga bættu Njarðvíkingar einungis einu marki við í seinni hálfleik, en þar var að verki Sverrir Þór Sverrisson.

Njarðvíkingar hafa hafið keppni í 2. deild með tveimur sigrum og einu tapi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024