Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 31. mars 2003 kl. 16:15

Njarðvíkingar tvöfaldir Íslandsmeistarar í 8. flokki

Njarðvíkingar eignuðust um helgina Íslandsmeistara í 8. flokki í körfuknattleik, bæði karla og kvennaflokki. Strákarnir sigruðu Keflvíkinga í hreinum úrslitaleik 48:32 en bæði liðin höfðu ekki tapað leik áður en kom að viðureigninni. Þetta er þriðja árið í röð sem þessi árgangur verður Íslandsmeistari. Stúlkurnar unnu Grindavík, 34:33 í uppgjöri efstu liðanna í árganginum undanfarin ár og með sigri gegn Kormáki um sl. helgi var Íslandsmeistaratitilinn þeirra. Þetta var sérstaklega ánægjulegt þar sem liðið hafði mátt sætta sig við 2. sætið undanfarin tvö ár.Stigahæstu leikmenn karlaliðsins voru Hjörtur Hrafn Einarsson með samtals 71 stig í lokaumferðinni, Ragnar Ólafsson var með 44 stig og Elías Kristjánsson 39.

Hjá stúlkunum var Eyrún Ósk Elvarsdóttir með 78 stig og Margrét Kara Sturludóttir með 68 stig en þær eru frænkur og skoruðu samtals 146 af 246 stigum liðsins í úrslitunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024