Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 13. júlí 1999 kl. 19:25

NJARÐVÍKINGAR TRYGGÐU REYNISMÖNNUM TOPPSÆTIÐ

Njarðvíkingar sigruðu annað topplið B-riðils 3. deildar, KFS frá Vestmannaeyjum, 6-2 á Njarðvíkurvelli á mánudagskvöld og tryggðu þannig Reynismönnum efsta sætið eftir fyrri umferðina. Sævar Eyjólfsson skoraði þrjú fyrir Njarðvík og Finnur Þórðarson 2 en Oddur Björnsson náði þeim merka áfanga að skora sitt fyrsta mark á ferlinum. Reynismenn sigruðu Þróttara í Vogum 1-5 og skiptu mörkunum bróðurlega á milli Björgvins Guðjónssonar, Hafsteins Þ. Friðrikssonar, Einars Júlíussonar, Marteins Guðjónssonar og Smára Guðmundssonar sem afrekaði það einnig að láta reka sig útaf. Þróttlausir Vogamenn lágu enn eina ferðina, nú gegn Bruna 1-3 á heimavelli, og náðu því ekki að vinna leik í fyrstu umferðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024