Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvíkingar töpuðu í toppslagnum
Það var hart barist í Ljónagryfjunni. VF-mynd/karfan.is
Laugardagur 26. janúar 2019 kl. 12:34

Njarðvíkingar töpuðu í toppslagnum

Langri sigurgöngu Njarðvíkinga í Domino’s deildinni í körfubolta lauk í gær þegar þeir töpuðu fyrir Tindastól í Ljónagryfjunni í viðureign toppliða deildarinnar. Heimamenn voru alltaf í eltingaleik og náðu ekki að tryggja sér sigur þegar Logi Gunnarsson jafnaði leikinn 75-75, 19 sekúndur til leiksloka. Stólarnir tryggðu sér sigur á þeim tíma með stigi úr víti. Jeb Ivey klikkaði í lokin á þrist.

Leikurinn var mjög fjörugur þó svo gestirnir væru alltaf skrefinu á undan. Heimamenn hafa ekki leikið sinn besta leik í síðustu tveimur viðureignum en náðu að ljúka dæminu gegn Val en ekki gegn Stólunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ítarleg umfjöllun og viðtöl má sjá á karfan.is

Njarðvík-Tindastóll 75-76 (17-20, 19-17, 19-25, 20-14)

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 20, Mario Matasovic 15/15 fráköst, Logi  Gunnarsson 12/5 fráköst, Jeb Ivey 10/5 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 9/5 fráköst, Julian Rajic 4, Kristinn Pálsson 3, Ólafur Helgi Jónsson 2, Veigar Páll Alexandersson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jon Arnor Sverrisson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0.

Tindastóll: Urald King 25/10 fráköst/4 varin skot, Danero Thomas 14/6 fráköst/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 10/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 10, Brynjar Þór Björnsson 8/7 stoðsendingar,