Njarðvíkingar töpuðu heima gegn Selfyssingum
Njarðvík var búið að vinna sig upp í þriðja sæti 2. deildar karla eftir góðan sigur á Haukum í síðustu umferð. Þeir mættu Selfyssingum, sem sátu í fjórða sæti, sem fram fór í gær á Rafholtsvellinum í tólfu (10.) umferð deildarinnar.
Selfoss byrjaði leikinn betur og náði að skora á 13. mínútu leiksins. Fyrri hálfleikur var ekkert augnayndi og fátt markvert gerðist, þó voru það gestirnir sem voru líklegri til að bæta í en Njarðvíkingar að jafna.
Heimamenn veittu mótspyrnu í upphafi fyrri hálfleiks og sköpuðu sér færi með hættulegri skyndisókn en markvörður Selfyssinga varði vel.
Það voru svo gestirnir sem bættu við marki eftir að nærri tuttugu mínútur voru liðnar af hálfleiknum og juku forskot sitt í tvö mörk.
Bergþór Ingi Smárason minnkaði muninn á 75. mínútu þegar Njarðvíkingar náðu góðri sókn sem Selfyssingar áttu engin svör við.
Nær komust Njarðvíkingar ekki og Selfoss kláraði leikinn skömmu áður en dómarinn flautaði til leiksloka. Lokaniðurstaðan 3:1 fyrir gestina og með tapinu féll Njarðvík niður í fimmta sæti.