Njarðvíkingar töpuðu heima gegn HK
Njarðvíkingar töpuðu 1-3 fyrir HK á heimavelli í gærkvöldi í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.
HK-ingar komust yfir á 38. mín. og í kjölfarið tókst þeim að gera tvö mörk á 44. og 45. mín og komu stöðunni í 0 - 3 í hálfleik. Ótrúlegur endir á annars jöfnum fyrri hálfleik.
Njarðvíkingar komu ákveðnir inn í seinnihálfleikinn en illa gekk að brjóta niður vörn HK og minnka muninn. Eina mark UMFN kom á 74 mín þegar Viktor Smári Hafsteinsson skoraði með skoti frá vítateig í bláhornið.
„Það er ljóst að við þurfum að skora meira það er okkar vandamál, um 10 stig skilja okkur frá efstu liðunum eitthvað sem samheldnin og barátta eiga alveg að geta skilað okkur. Einn sigurleik í einu og safna þeim, allir verða að taka á því. Næsti leikur okkar er í Hveragerði gegn Hamar á þriðjudaginn kemur,“ segir í lokin á heimasíðu UMFN eftir leikinn í gær.
Myndirnar eru úr leiknum í gær.