Njarðvíkingar töpuðu gegn Þórsurum
Njarðvíkingar fengu Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn í kvöld þegar fyrirtækjabikarinn í körfubolta karla fór fram. Þórsarar höfðu sigur 76-84 en leikurinn var jafn og spennandi allan tímann.
Gestirnir náðu að hrista Njarðvíkinga af sér í loka leikhlutanum og sigurinn því þeirra að þessu sinni. Njarðvíkingar léku aðeins með einn erlendan leikmann í leiknum en eins og fram hefur komið var Jeron Belin sendur heim um helgina.
Tölfræðin :76-84 (20-18, 21-22, 19-18, 16-26)
Njarðvík: Marcus Van 21/16 fráköst/4 varin skot, Elvar Már Friðriksson 14/6 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 13, Ágúst Orrason 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 7/6 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 6, Ólafur Helgi Jónsson 5, Oddur Birnir Pétursson 2/4 fráköst.