Njarðvíkingar tóku grannaglímuna
Unnu 16 stiga sigur á Grindavík í Ljónagryfjunni
Njarðvíkingar unnu sterkan 87-71 sigur á grönnum sínum úr Grindavík þegar liðin áttust við í síðasta leiks ársins í Domino's deild karla í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar voru skrefinu á undan frá upphafi en þeir lokuðu leiknum í síðasta fjórðungi með öflugum varnarleik og fínu spili. Grindvíkingar virkuðu frekar daufir í síðari hálfleik en Njarðvíkingar léku að sama skapi mun betur en í fyrri hálfleik, þar sem þeir sættu sig við mikið af þriggja stiga skotum.
Haukur vHelgi ar stigahæstur Njarðvíkinga með 21 stig en hann skilaði í öllum tölfræðiþáttum að vanda. Þorleifur Ólafsson var atkvæðamestur Grindvíkinga með 17 stig.
Eftir leikinn eru Njarðvíkingar í fimmta sæti með 14 stig líkt og Þór, Stjarnan og Haukar. Grindvíkingar eru í áttunda sæti með átta stig.
Njarðvík-Grindavík 87-71 (25-19, 15-17, 21-19, 26-16)
Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 18/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 11, Hjalti Friðriksson 4/7 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 3, Hilmar Hafsteinsson 2, Hermann Ingi Harðarson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Gabríel Sindri Möller 0.
Grindavík: Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 16/12 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 12/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 8/4 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 5, Þorsteinn Finnbogason 4/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0.