Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við stig
Njarðvíkingar misstu niður 2-0 forystu gegn liði Hugins þegar liðin áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur leiksins urðu 2-2 en gestirnir frá Seyðisfirði náðu að jafna leikinn tíu mínútum fyrir leikslok. Þeir Gísli Freyr Ragnarsson og Björn Axel Guðjónsson komu Njarðvíkingum í 2-0 í fyrri hálfleik en ekki tókst Njarðvíkingum að halda í þá forystu. Njarðvíkingar eru í næstneðsta sæti deildarinnar með fimm stig eftir ellefu leiki.