Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 14. apríl 2001 kl. 06:35

Njarðvíkingar þurfa norður á ný!

Njarðvík tapaði fyrir Tindastóli í æsispennandi leik í Njarðvík nú síðdegis og þurfa norður á þriðjudag til að gera enn eina tilraunina við Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.Tindastóll sótti í dag sigur í ljónagryfjuna í Njarðvík 93:96 og komu þar með í veg fyrir að Njarðvík tryggði sér titilinn í aðeins þremur leikjum. Staðan í einvíginu er því 2:1 fyrir Njarðvík og næsti leikur fer fram á Sauðárkróki. Ef grípa þarf til oddaleiks, þá fer sá leikur fram í Njarðvík á sumardaginn fyrsta.

Ljósmyndin er af Loga Gunnarssyni í harðri baráttu um boltann. Íslandsbikarinn í baksýn bíður þess enn að verða afhentur:

Ljósmynd: HRÓS
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024