Njarðvíkingar sýknaðir - ekki leikið aftur
KKÍ hefur birt niðurstöðu aga- og úrskurðanefndar úr kærumáli sem upp kom í viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í 8-liða úrslitum Poweradebikars kvenna sem fram fór þann 23. janúar síðastliðinn.
Enn hefur úrslitaleikurinn ekki verið flautaður af en hann á að fara fram þann 18. febrúar næst komandi. Í ljósi þess að undanúrslit Poweradebikars kvenna hafa ekki farið fram ríkir viss óvissa með hvort að það náist að spila úrslitaleikinn á settum degi en Keflavík hefur fimm daga til að áfría dómnum.
Úrskurðarorð eru eftirfarandi:
„Kröfu kærða um frávísun á grundvelli þess að krafa hafi ekki uppfyllt ákvæði 7. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál og lágmarkskröfur um skýrleika kröfugerða á grundvelli laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, er hafnað.
Kröfu kæranda um að leikur kæranda og kærða í Powerade-bikar mfl. kvenna, sem leikinn var í íþróttamistöð Njarðvíkur mánudaginn 23. janúar 2012, verði leikinn að nýju er hafnað.
Fallist er á kröfu kærða um sýknu á grundvelli þess að leiðrétt mistök af hálfu dómara leiksins hafi fullnægt skilyrðum 44. gr. leikreglna í körfuknattleik.
Kröfu kærða um ómaksþóknun er hafnað.“
Hægt er að lesa greinagerð aga- og úrskurðanefndar hér á pdf formi: