Njarðvíkingar styrkja sig fyrir veturinn
Hjalti og Sigurður Dagur taka slaginn með grænum
Njarðvíkingar hafa fengið til liðs við sig tvo nýja leikmenn fyrir komandi átök í Domino´s deildinni í vetur. Það er karfan.is sem greinir frá.
Framherjinn Hjalti Friðriksson og bakvörðurinn Sigurður Dagur Sturluson hafa sett blek á blað og munu leika í grænu næsta tímabil en Sigurður Dagur er uppalinn í Njarðvík og hefur leikið með Stjörnunni síðustu ár. Hjalti, sem er 200 cm hár framherji, kemur frá liði ÍR þar sem að hann skilaði 12 stigum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Honum er ætlað að fylla það skarð sem að Snorri Hrafnkelsson skildi eftir sig.