Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar styrkja sig
Fimmtudagur 14. júlí 2011 kl. 13:57

Njarðvíkingar styrkja sig

Knattspyrnumaðurinn Einar Helgi Helgason gengur til liðs við Njarðvík nú þegar félagsskiptaglugginn í fótboltanum opnar á morgun. Einar Helgi er ekki ókunnur herbúðum Njarðvíkinga því hann lék með liðinu síðasta sumar og einnig árið 2008.

Einar Helgi gekk til liðs við Grindavík í vetur en hefur lítið komið við sögu hjá þeim, hann hefur æft með Njarðvíkingum undanfarið og gæti reynst þeim styrkur fyrir komandi átök í 2. deildinni en nú er deildarkeppnin hálfnuð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024