Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar stöðvuðu sigurgöngu Borgnesinga
Sunnudagur 31. janúar 2016 kl. 22:42

Njarðvíkingar stöðvuðu sigurgöngu Borgnesinga

Carmen með stórleik

Njarðvíkurkonur urðu fyrstar til þess að leggja lið Skallagríms að velli í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið vann öruggan 14 stiga sigur, 79:65. Carmen Tyson-Thomas skoraði 34 stig og tók 23 fráköst fyrir Njarðvíkinga í leiknum. Hreint mögnuð frammistaða.

Seinni hálfleikur var sérstaklega sterkur hjá heimakonum í Njarðvík en þar náðu Njarðvíkingar mest 17 stiga forystu. Gestirnir höfðu leitt í hálfleik en Njarðvíkingar mættu ákveðnir til leiks eftir hlé og uppskáru sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Soffía Rún Skúladóttir skoraði 17 stig, þar af fimm þriggja stiga körfur fyrir Njarðvík og Svanhvít Ósk Snorradóttir bætti við 12 stigum. Njarðvíkingar eru nú í fjórða sæti aðeins tveimur sætum frá öðru sætinu. Borgnesingar eru svo langefstar.

Tölfræði leiksins