Njarðvíkingar stóðu sig ágætlega á Scania-Cup
10. flokkur karla í Njarðvík spilaði um páskana á sterku körfuboltamóti í Svíðþjóð og lenti í 7. sæti. Njarðvíkingar töpuðu gegn finnska liðinu Honka í 8. liða úrslitum en Honka er eitt allra sterkasta liðið á norðurlöndunum og unglingastarfið þar er gríðarlega sterkt.Honka sigraði á mótinu og því þurfa Njarðvíkingar ekki að skamma sín fyrir að hafa tapað gegn þeim enda sterkt lið þar á ferð. Þess má geta að Falur Harðarsson lék með Honka þegar hann var í Finnlandi fyrir tveimur árum.
Jóhann Árni var besti leikmaður Njarðvíkinga á mótinu en hann skoraði 31,7 stig að meðaltali í leik og var mál manna að hann hefði átt skilið að vera valinn í All-star lið mótsins.
Upplýsingarnar fengust á heimasíðu UMFN!
Jóhann Árni var besti leikmaður Njarðvíkinga á mótinu en hann skoraði 31,7 stig að meðaltali í leik og var mál manna að hann hefði átt skilið að vera valinn í All-star lið mótsins.
Upplýsingarnar fengust á heimasíðu UMFN!