Njarðvíkingar steinlágu í Ljónagryfjunni
Haukar unnu Íslandsmeistara Njarðvíkur í Njarðvík í kvöld. Leikurinn endaði 65-84. Njarðvík eru taldir sigurstranglegir í barátunni um Íslandsmeistaratitilinn og mega Haukamenn vel við una að sækja sigur í ljónagryfjuna í Njarðvík.Keflavík lagði Tindastól 92-78 og Grindavík átti ekki í erfiðleikum með ÍR en þeir unnu 110-85.