Njarðvíkingar spá í kana?
Svo gæti farið að Njarðvíkingar fái sér kana til að spila með þeim í lokabaráttunni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í dag kom leikmaður til landsins sem þekkir til Brentons Birmingham og mun hann væntanlega mæta á æfingar hjá liðinu á næstunni.Þegar Víkurfréttir spurðu Friðrik Ragnarsson í gær hvort ætlunin væri að fá sér erlendan leikmann fyrir komandi átök sagði hann að allt væri opið í þeim málum og það myndi myndi koma í ljós bráðlega.
Þess ber þó að geta að þessar fréttir eru talsvert óljósar á þessu stigi málsins.
Þess ber þó að geta að þessar fréttir eru talsvert óljósar á þessu stigi málsins.