Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar sóttu sigur fyrir austan
Mánudagur 9. maí 2016 kl. 09:17

Njarðvíkingar sóttu sigur fyrir austan

Njarðvíkingar sóttu sterk þrjú stig til Egilsstaða þegar fyrsta umferð í 2. deildinni í knattspyrnu fór fram um helgina. Lokatölur urðu 0-1 í miklum baráttuleik gegn heimamönnum í Hetti. Mark Njarðvíkinga var slysalegt sjálfsmark sem kom í uppbótartíma.

Njarðvíkingar hófu mótið í fyrra með sama hætti með sigri gegn Hetti á útivelli. Næsti leikur Njarðvíkinga er svo á heimavelli gegn ÍR næsta föstudag.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024