Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar sóttu sigur á Ísafjörð
Logi skoraði 23 stig eins og þeir Elvar og Nigel.
Föstudagur 11. október 2013 kl. 21:12

Njarðvíkingar sóttu sigur á Ísafjörð

Þrír með 23 stig hjá grænum

Njarðvíkingar þurftu að hafa nokkuð fyrir því að krækja í þrjú stig á Ísafirði í fyrsta leik sínum í Dominos deildinni í vetur. Lokatölur leiksins voru 98-106 þar sem þrír leikmenn Njarðvíkinga skoruðu 23 stig. Það voru þeir Logi Gunnarsson, Elvar Friðriksson og Nigel Moore. Snorri Hrafnkelsson skoraði svo 19 stig en hann klikkaði aðeins úr einu skoti í leiknum, 8 af 9 skotum fóru rétta leið.

Njarðvíkingar áttu í basli með Jason Smith hjá KFÍ en hann skoraði 41 stig í leiknum. Njarðvíkingar voru yfirleitt skrefi á undan en náðu ekki alveg að hrista heimamenn af sér fyrr en í lokin. Næsti leikur Njarðvíkinga er svo gegn Valsmönnum þann 17. október á útivelli,

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík: Nigel Moore 23/8 fráköst, Logi Gunnarsson 23, Elvar Már Friðriksson 23/6 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 19, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Friðrik E. Stefánsson 5, Ágúst Orrason 3, Óli Ragnar Alexandersson 2, Halldór Örn Halldórsson 0.

KFÍ: Jason Smith 41/7 fráköst/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 19/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 19/8 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 9, Jón Hrafn Baldvinsson 8, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 2, Björgvin Snævar Sigurðsson 0, Jón Kristinn Sævarsson 0, Pavle Veljkovic 0, Jóhann Jakob Friðriksson 0, Leó Sigurðsson 0, Óskar Kristjánsson 0.