Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Njarðvíkingar sópuðu að sér verðlaunum á Södra Open
Þriðjudagur 28. nóvember 2017 kl. 12:18

Njarðvíkingar sópuðu að sér verðlaunum á Södra Open

-Jóhannes Pálsson sigraði allar sínar viðureignir og endaði fyrstur í sínum flokki

Njarðvíkingar stóðu sig frábærlega á Södra Open mótinu í júdó sem fram fór í Svíþjóð um síðustu helgi, en þeir komu heim með gullmedalíu, tvo silfurpeninga og tvo bronspeninga.

Jóhannes Pálsson sigraði allar sínar viðureignir og varð fyrstur í sínum flokki.

Public deli
Public deli

Ingólfur Rögnvaldsson varð annar í sínum flokki en hann glímdi frábærlega þrátt fyrir að vera á yngsta ári í flokki 15 til 17 ára. Þá keppti Guðmundur Stefán Gunnarsson í opnum flokki karla og varð annar í þeim flokki, þrátt fyrir að hafa verið yfir nær allan tímann í úrslitaglímunni.

Heiðrún Fjóla Pálsdóttir og Gunnar Örn Guðmundsson stóðu sig einnig vel en þau nældu sér í bronsverðlaun í sínum flokkum.