Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar skoruðu tvö mörk á lokamínútunum
Sunnudagur 21. maí 2017 kl. 08:11

Njarðvíkingar skoruðu tvö mörk á lokamínútunum

Hafa ekki tapað leik

Njarðvíkingar sigruðu Tindastól 3:1 í annari deild karla á Sauðárkrók í gær.  Fyrsta markið kom á 9. mínútu og var það Andri Fannar Freysson sem skoraði það fyrir Njarðvík. Hólmar Daði Skúlason jafnaði fyrir Tindastóll á 50. mínútu og allt stefndi í jafntefli en á lokamínútunum skoruðu Njarðvíkingar tvö mörk. Fyrst var það Theodór Guðni Halldórsson sem skoraði á 88. mínútu og síðan var Andri Fannar Freysson aftur á ferðinni þegar hann skoraði sitt annað mark á lokamínútunni. Njarðvíkingar hafa en ekki tapað leik, eru búnir að gera tvö jafntefli og vinna einn leik. Þeir eru með 5 stig í fjórða sæti deildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024