Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar skelltu KR í bikarnum
Föstudagur 1. nóvember 2013 kl. 20:00

Njarðvíkingar skelltu KR í bikarnum

Endurkoma hjá grænum í seinni hálfleik

Njarðvíkingar gerðu sér lítið fyrir og slógu út KR-inga í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í kvöld. Lokatölur urðu 91-87 fyrir heimamenn. Þeir Logi Gunnarsson og Nigel Moore skoruðu 26 stig hvor fyrir Njarðvík og Elvar Már skoraði 22 stig.

KR-ingar leiddu í hálfleik 39-52 en Njarðvíkingar komu grimmir til leiks strax í byrjun seinni hálfleiks. Þeir náðu að vinna upp forskot Vesturbæinga í byrjun fjórða leikhluta og mikil spenna var það sem eftir lifði leiks. Að lokum höfðu Njarðvíkingar sigur eins og áður segir en Elvar Már Friðriksson innsiglaði sigurinn á vítalínunni undir lokin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræði leiksins.

Hér að neðan má sjá myndasafn frá leiknum sem Hilmar Bragi tók fyrir VF.