Njarðvíkingar sitja á toppnum
Þrír sigrar í röð hjá grænum
Njarðvíkingar eru á toppi Domino’s deildar karla í körfuboltanum eftir 85-80 sigur gegn Valsmönnum á heimavelli sínum í kvöld. Njarðvíkingar sigu framúr piltunum frá Hlíðarenda í þriðja leikhluta og lögðu þannig grunn að sínum þriðja sigri í röð. Þeir grænklæddu deila toppsætinu í deildinni með Tindastólsmönnum en þau lið mætast einmitt í næstu umferð.
Njarðvík-Valur 85-80 (19-22, 18-22, 29-13, 19-23)
Njarðvík: Mario Matasovic 16/10 fráköst, Jeb Ivey 15/4 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 14, Ólafur Helgi Jónsson 13/7 fráköst, Kristinn Pálsson 10, Logi Gunnarsson 8/4 fráköst, Julian Rajic 4/7 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 3/9 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Garðar Gíslason 0, Arnór Sveinsson 0.
Valur: Aleks Simeonov 21/10 fráköst, Miles Wright 18/9 fráköst, Illugi Steingrímsson 12/5 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 12/13 fráköst, Benedikt Blöndal 10, Austin Magnus Bracey 3, Oddur Birnir Pétursson 2, Ástþór Atli Svalason 2, Bergur Ástráðsson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Gunnar Ingi Harðarson 0.