Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Njarðvíkingar sigursælir fyrir norðan
Yngri flokkar: Fv. Benedikt Natan Ástþórsson, Marmiam Elsayed Badawy, Damjan Tisma, Styrmir Marteinn Arngrímsson, Rinesa Sopi, Helgi Þór Guðmundsson. Á myndina vantar Viljar Goða.
Miðvikudagur 20. mars 2019 kl. 11:27

Njarðvíkingar sigursælir fyrir norðan

Vormót JSÍ í júdó fór fram um síðustu helgi á Akureyri en Njarðvíkingar mættu þangað með alls þrettán keppendur. Krakkarnir í yngri flokkum, fjórtán ára og yngri, stóðu sig með prýði en flest þeirra voru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni.

Þau Damjan Tisma, Mariam Badawy og Rinesa Sopi unnu til silfurverðlauna og Styrmir Marteinn Arngrímsson varð þriðji í sínum flokki. Í flokki fimmtán til sautján ára sigraði Ingólfur Rögnvaldsson með nokkrum yfirburðum og hann stóð einnig uppi sem sigurvegari í flokki 18–20 ára. Þá nældu Viljar Goði Sigurðsson (U15 +90kg) og Daníel Dagur Árnason (U18 -60kg) sér í silfur í sínum flokkum og Gunnar Örn Guðmundsson hneppti brons í flokki U18 -73kg, þrátt fyrir að hafa meiðst í sinni fyrstu viðureign.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Ægir Már Baldvinsson sigraði sinn flokk, átján til tuttugu ára, eftir langt hlé frá keppni og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir sigraði flokk -78kg kvenna, í tveimur viðureignum vann hún fullnaðarsigur með ippon (sigurkasti). Þá nældi Daníel Dagur sér einnig í brons í flokki U21 -60kg og Bjarni Darri Sigfússon (U21 -81kg) fékk líka brons í sínum flokki.