Íþróttir

Njarðvíkingar sigursælir á Íslandsmótinu í BJJ
Mánudagur 15. október 2018 kl. 09:32

Njarðvíkingar sigursælir á Íslandsmótinu í BJJ

Njarðvíkingar fóru sannarlega ekki tómhentir heim af Íslandsmeistaramótinu í Brazilian jiu jitsu, sem fram fór um helgina. Nýjasti meðlimur Njarðvíkur, Daníel Örn Skaptason gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í sínum flokki. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir hlaut silfur í sínum flokki og svo brons í gríðarlega strerkum Opnum flokki kvenna, Jakub Owczarski og Davíð Róbertsson Bermann nældu sér í silfur, á meðan þeir Hrafnkell Þór, Rihard Ioan Janson og Helgir Rafn Guðmundsson hlutu brons. 



Gunnar Örn Guðmundsson varð 4.-8. í sínum flokki og stóð sig gríðarvel miðað við að vera eingungis 15 ára gamall, glímdi á undanþágu því að enn eru tvö ár þangað til hann nær lágmarksaldri fyrir mótið.  

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þetta er fjölmennasti hópur Sleipnis sem tekið hefur þátt á þessu móti til þessa og einungis einn keppandi sem ekki vann til verðlauna.