Njarðvíkingar sigursælir á „Hvítur á leik“
Góður árangur náðist hjá júdódeild Njarðvíkur/Sleipni um helgina á bardagamótinu „Hvítur á leik“ en mótið fór fram í fjórða sinn. Keppt var í brasilísku jiu-jitsu í galla þar sem tæplega 50 keppendur voru skráðir til leiks frá fimm félögum.
Sex keppendur frá Júdódeild Njarðvíkur/Sleipni fengu sjö verðlaun. Í -88 kg flokki varð Hrafnkell Þór í þriðja sæti og Einar Örlygsson varð annar. Ali Raza varð þriðji í +100 kg flokki sem og opnum flokki karla en í þeim flokki sigraði Davíð James Robertsson. Rihard Jansons sigraði -94kg flokkinn og gerði ser lítið fyrir og vann einnig opinn flokk karla. Því varð uppskeran eitt silfur, þrjú brons og þrjú gull.
Mótið fór fram í húsakynnum VBC í Kópavogi. Mótið er hugsað fyrir byrjendur en hér má sjá öll úrslit dagsins.
Davíð James sigraði í +100 kg flokki.
Einar Örlygsson varð annar í -88kg flokki og Hrafnkell Þór sá þriðji.