Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 19. ágúst 2002 kl. 14:35

Njarðvíkingar sigursælir á Heklumóti Víðis

Heklumót Víðis í knattspyrnu fór fram sl. sunnudag í frábæru veðri á Víðisvelli í Garði. Mótið var fyrir krakka í 6. flokki og mátti sjá frábær tilþrif hjá þessum ungu og efnilegu fótboltamönnum. Spilað var í A, B, og C-liðum en fimm lið af Suðurnesjum voru skráð til leiks; Víðir, Reynir, Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Njarðvíkingar voru mjög sigursælir á mótinu og sigruðu í flokki A og B-liða en í flokki C-liða sigraði Reynir.
Leikið var á þremur völlum og þótti mótið takast mjög vel. Öll lið fengu verðlaunapening og lítinn bakpoka að mótinu loknu en að verðlaunaafhendingu lokinni var krökkunum boðið upp á pylsur og kók. Styrktaraðili mótsins var Hekla og gáfu þeir verðlaunin og buðu í grillveisluna.

Hægt er að sjá lifandi myndir af mótinu á Kapalrás Víkurfrétta í Reykjanesbæ!!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024