Njarðvíkingar sigursælir
Á vormóti Júdósambands Íslands
Njarðvíkingar stóðu sig vel á vormóti Júdósambands Íslands þar sem þeir unnu til fjögurra gullverðlauna, auk þess að landa einu silfri og einu bronsi.
Jóhannes Pálsson sigraði -60 kg flokk drengja 11-12 ára. Stefán Elías Davíðsson sigraði -55kg flokk drengja 13-14 ára en Jóel Helgi Reynisson varð þriðji í sama flokki. Í -66 kg flokki 15-17 ára sigraði Ingólfur Rögnvaldsson sinn flokk og Kári Ragúels Víðisson varð þriðji í -73 kg flokki 15-17 ára drengja. Luka Bosnjak varð svo annar í -50 kg flokki 13-14 ára drengja.
Það dróg til tíðinda í flokki 18-20 ára karla þegar Ingólfur og Kári kepptu upp fyrir sig í aldursflokki þar sem Kári er aðeins 16 ára og Ingólfur 14 ára. Þeir kepptu til úrslita og sigraði Kári að lokum á fallegu ipponkasti.