Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar sigruðu Gróttu
Föstudagur 16. janúar 2015 kl. 11:06

Njarðvíkingar sigruðu Gróttu


Njarðvik sigraði Gróttu 2-1 í fyrsta leik B-deildar Fótbolta.net mótsins í knattspyrnu í Reykjaneshöll í gær. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn vel og náðu forystu eftir rúmlega 10 mínútna leik þegar Theodór Guðni skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Lúkas Malesa. Theodór var svo aftur á ferðinn stuttu seinna með sitt annað mark. Gestirnir náðu að minnka muninn fyrir hálfleik en þar við stóð.
 
Byrjunarlið Njarðvik;
Aron Elís Árnason (m), Brynjar Freyr Garðarsson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Davíð Guðlaugsson, Birkir Freyr Birkisson, Þorgils Gauti Halldórsson, Ívar Gauti Guðlaugsson, Arnór Svansson, Lúkas Malesa, Theodór Guðni Halldórsson.
Varamenn;
Sigfús Pálsson, Frederik Dahl, Pawel Grundzinski, Fannar Guðni Logason.
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024